föstudagur, nóvember 30, 2007

ch-ch-ch-ch-chaaanges

Mér sýnist BA-ritgerðin vera að taka netta beygju þessa dagana, og nú skil ég loksins aðeins hvað rithöfundar eru að tala um þegar þeir segjast ekki ráða neitt við neitt, verkið hafi sjálfstæðan vilja og geri það sem því sýnist. Ekki að BA-verkefnið sé neitt lifnað við, það er steindautt ennþá en útlitið er þó allavega að batna fyrir það greyið. Var farið að stefna í að verða úrelt áður en það einu sinni væri búið að gefa mér einkunn fyrir það, en með aðstoð góðra manna og kvenna er það allt að koma til, og móðurtilfinning mín gagnvart því er óðum að styrkjast (var komin á fremsta hlunn með að skilja það bara eftir nafnlaust á kirkjutröppum einhversstaðar og stinga af). Það þýðir samt að ég get ekki skilað því fyrr en í vor, en ég get hvort eð er ekki útskrifast fyrr en þá svo það skiptir mig engu þannig lagað. Stoltið reyndar svolítið marið af að standa ekki við deddlænið sitt, en það hefur gott af því að læra smá hógværð hvort eð er.
Þetta leiðir það af sér að ég get mögulega litið uppúr bókunum eftir prófin, notið jólanna í sæmilegu stressleysi og jafnvel borðað söru eða tvær. Hið besta mál.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, sætur íkorni, það verð ég að segja.
Hljómar vel að þú hafir tíma til að líta upp úr bókum eftir prófin þín því ég skrifa hér einmitt í þeim erindagjörðum að notfæra mér það, ræna smá tíma af þér í hitting ;) Ég man að Magga minntist á aðventuhitting, í afmælinu þínu. Lovjú og gangi þér vel með ritgerðina þína :)
- Ingunn