fimmtudagur, apríl 27, 2006

Örferðalagið til Köben var ofsa skemmtilegt alveg. Ótrúlega gaman að hitta loksins hana Hrefnu mína líka! Gleymdist samt að ná mynd af henni... Nenni annars ekki að skrifa um ferðina, svo hér kemur bara smá myndasería úr henni (þemað er ÉG því þetta er MÍN síða), og restina af myndunum má sjá á www.myphotoalbum.com/vettlingur. Gjössovel.

Ég er ekki fersk fyrir sjö á morgnana:
Aðrir hinsvegar eru það. Svei þeim:


Verandi frá World Class var ekkert borðað nema gras og prótein alla ferðina:

Laufey er alltaf jafn svöl á því:

Við Jóga deildum herbergi og rúmi. Mjög kósý og rómó:
Hrafnhildur var kosin ungfrú World Class:

Sigurpáll þótti hafa best skapaða stélið og Benni fegursta kroppinn. Þeir fundu hjá sér þörf til að staðfesta þá kosningu. Spes:

Arna getur hoppað hæð sína í fullum herklæðum, alveg eins og Gunnar heitinn. Gunnar átti samt líklega ekki svona fínar nærjur:

Ég nennti ekki að vera með myndavél á mér í ferðinni, þetta eru allt myndirnar hennar Láru, sem ég ætla að giftast þegar ég verð stór:

Engin ummæli: