fimmtudagur, apríl 20, 2006

Kóngsins Kaupmannahöfn

Í fyrramálið skýst ég af stað til Köben og verð þar heilar tvær nætur ásamt 129 misfullum vinnufélögum og karókítæki. Og ég ætla að hitta Hrefnu og Siggu og Báru og Gyðu og alla hina sem ég er að gleyma en búa líka í Köben, og ég ætla í rússíbanann og kaupa skó á litla brósa og borða góðan mat og drekka Tuborg Classic og valhoppa og taka myndir.
Um næstu helgi verð ég hinsvegar með eyrnatappa í báðum að lesa fyrir próf á Hvammstanga, þar sem ég var gjössovel skikkuð í leikferð og þarf að koma fram sem Díana Sovjana Cristina Jensen í sirka bát 10 mínútur á laugardagskvöldinu. Díana hefur líka verið bókuð sem skemmtiatriði á einkasamkvæmi í bænum helgina þar á eftir. Alter-egóið mitt er vinsælla en ég, sem er ósköp sorglegt... Unnur sjálf er líka fín stelpa og velkomið að bjóða henni í samkvæmi af öllum toga. Díana smíana. Piff. Skal koma með mitt eigið handklæði og allt.
Og síðast en ekki síst: GLEÐILEGT SUMAR!!! Megum við öll sameinast um að skella treflum, húfum, vettlingum og ullarsokkum á farfuglana þegar þeir koma heim.

Engin ummæli: