fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Vitlaus hilla anyone..?


Ég fæ alveg sting í hjartað þegar ég heyri fólk sem er að læra stjórnmálafræði í háskóla alhæfa og segja hluti sem leka af fordómarnir og hrokinn, eins og "...þessir vitleysingar þarna niðri..." sem ein notaði í tíma áðan til að lýsa múslimum. Ekki hryðjuverka- eða ofbeldismönnum, heldur bara hinum almenna múslima. *Hrollur*. Það sem hræðir mig er að þetta kemur frá fólki sem er búið að læra ýmislegt um mismunandi menningu og það af hverju kerfið er eins og það er, og á að vita að það er ekkert svart/hvítt í þessu, frekar en öðru. Og fyrst þetta fólk hugsar svona, hvernig hugsa þá hinir sem ekki hafa kynnt sér málið? Fólk þarf alvarlega að fara að hlusta aftur á Dýrin í Hálsaskógi og tileinka sér boðskapinn um dýrin í skóginum og allt það. Þótt það sé auðvitað rakin lygi þegar kemur að alvöru dýrunum í alvöru skóginum, sem borða hvert annað hægri vinstri, en boðskapurinn er skýr engu að síður. Ekki éta mig! Né múslimana!

Engin ummæli: