laugardagur, febrúar 25, 2006

Famous last words:

Ég er að fara á hestamannaball. Með Bylgju og hvítvín og nýja hárið mitt. Var búin að lofa mér á sirka milljón staði í kvöld sökum alzheimer light og ákvað að lokum að láta landafræðina ráða, og hestamannaballið er í mínu póstnúmeri. Höfum það samt í huga að ég hef ekki komið nálægt hrossi síðan ég mældi aldur minn einungis með einni tölu og var í hæga hópnum á reiðnámskeiði Reykjalundar. Aftast í hæga hópnum nota bene. Vona að tónlistin verði svo hávær að hún komi í veg fyrir samræður, annars er ég í djúpum. Maður ætti annars kannski að skella sér á hestbak við tækifæri, lifa svolítið hættulega... Ég á nú að heita Mosfellingur, en er samt hvorki í lúðrasveit né hestamennsku. Að ég skuli ekki skammast mín. Kannski að ég slyppi með það að fá mér bara hund?

Engin ummæli: