laugardagur, febrúar 25, 2006

Geimverur í Sinfóníunni


Í gær fór ég að sjá War of the Worlds flutt af Sinfóníuhljómsveitinni og kó. Það var alveg heilmikið skemmtilegt, venjulega finnast mér geimverur og fjöldamorð alls ekki rómó en Sinfó tókst hið ómögulega, og ég kíkti ekki einu sinni á klukkuna, hvað þá óskaði þess að geimverurnar ætu þá alla bara strax svo ég kæmist heim að gráta það að hafa gleymt að taka upp Nip/Tuck. Svona er ég menningarleg sjáið þið til.
Á miðvikudaginn dó hleðslutækið fyrir tölvuna mína, sem var bæði gott og slæmt. Slæmt af því ég var tölvulaus og þar með bæði skólalaus og Lost-laus, en gott af því þá hafði ég ástæðu til að fara í Tölvulistann, þar sem ég fæ alltaf heimsins bestu þjónustu hjá heimsins indælustu afgreiðsludrengjum. Einn þeirra ætla ég að fá til þess að leika í einhvers konar stutt/lang/heimilda/ör/draslmynd einhvern daginn, verst að mér láðist að spyrja hvað hann héti. Elska andhetjur, lifi Napóleon Dínamít. Þökk sé heimsins bestu þjónustu er ég semsagt fullhlaðin á ný og farin að skyldublogga. Borðaði líka fullt af ís í fínum Landcruiser áðan svo núna get ég ekki sofnað. Sem er grátlegt þar sem ég þarf að mæta í vinnu snemma í fyrramálið, og sýna svo stórleik annað kvöld. Sem minnir mig á það, ég má bjóða á sýninguna annað kvöld, laugardagskvöld kl. 20:00, ef einhver hefur áhuga þá bara bjallið í mig, eina skilyrðið er að hlæja hátt alltaf þegar við reynum að vera fyndin, hvort sem það tekst eða ekki. Og ég er á fínu skilti utaná Bæjarleikhúsinu, lít að vísu út fyrir að hafa skroppið í þvotti þar sem ég stend milli tveggja stæðilegra karlmanna en algerlega fansí engu að síður, skal setja mynd af því hingað við tækifæri en hvet alla til að taka smá rúnt í Mosó og skoða skiltið. Jón Örn getur sagt ykkur að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum. Við erum nefnilega öll brókarlaus. Það selur víst.

Engin ummæli: