þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Míns eigins kona

Amma bauð í leikhús á laugardagskvöldið, í Iðnó að sjá Hilmi Snæ vera sína eigin konu. Og djíslúís hvað það var yndislegt! Nú skil ég loksins af hverju Hilmir Snær er svona dýrkaður og dáður, hann er svakalegur leikari, var næstum farin að gráta af aðdáun. Ég er sykurpúði. Mæli með því að fólk kíki þangað í kvöldmat og leikhús, ómetanlegt stykki. Lofa.
Á mun menningarsnauðari nótum þá fór ég í bíó í gær að sjá Casanova, og hún er líka yndisleg, á allt annan hátt. Heath Ledger mætti sko alveg eiga mig ef ég væri ekki þegar búin að gefa Josh Holloway úr Lost hjarta mitt. Sorrí Heath Ledger.

Engin ummæli: