Það er svosem fullt í fréttum, en það er bara ekkert af því tilbúið til opinberunar á netinu eins og er, og þess vegna er ég að mestu leyti búin að halda goggi hér. Ákvað samt að henda inn nokkrum ekki-fréttum, eða fréttlingum, svo þið hélduð ekki að ég væri hætt að elska ykkur.
- Í apríl er ég á leið til Köben á árshátíð Klassans. Jei!
- Brósi er búinn að fá tvo dverghamstra, Stúf og Snúlla. Okkur var lofað í búðinni að þeir væru perluvinir og grimmilegt að aðskilja þá á sitthvort heimilið.
- Stúfur át í gær nefið á Snúlla. Stúfur hefur í refsiskyni verið gerður útlægur og býr nú í skúringafötu. Við óttuðumst að kisa myndi éta hamstragreyin en þeir eru greinilega fullfærir um það sjálfir. Samt krútt, með eða án nebba.
- Frumsýnum leikritið um miðjan febrúar, skylda að mæta, klappa, og lýsa frammistöðu minni með stórum lýsingarorðum og aðdáunar/öfundartárum í augum.
Skal koma með alvöru fréttir um leið og þær fást staðfestar allar saman. Ciao!
þriðjudagur, janúar 31, 2006
Gúrkutíð
Birt af Unnur kl. 16:51
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli