Arna bauð í bíó í fyrradag, og þakka ég fyrir það :) Myndin var Hostel, sem Roth og Tarantino komu til landsins til að kynna, og auðvitað safna frumlegum karlrembusögum fyrir spjallþætti vetrarins. Hvað þeir voru að hugsa þegar þeir ákváðu að ráðast í gerð myndarinnar get ég ekki ímyndað mér en ég vona þeirra vegna að þeir hafi annaðhvort verið rammskakkir eða blindfullir þegar þeir skrifuðu undir. Ég kann enga kvikmyndafræðifrasa til að lýsa henni, en ég held því fram að ef maður léti fjórtán ára stráka á fyrsta fylleríinu sínu fá alltof mikla peninga til að gera mynd yrði þetta útkoman.
Maður gæti slysast til að halda að Eli Roth væri þröngsýnn og fordómafullur eftir að hafa séð myndina... Allar konur í henni eru hórur með enga sjálfsvirðingu eða siðferðiskennd, eini homminn er geðsjúkur morðingi og allir sem ekki eru ameríkanar bara almennt eitthvað geðveikir eða vondir. Íslendingurinn í myndinni er fáviti, enda "útlendingur" sem veit ekki betur. Fullt af brjóstum og blóði en enginn sýnilegur tilgangur með einu eða neinu. Ég las viðtal við Roth þar sem hann sagði að hann væri að reyna að koma því til skila að hver sem er væri fær um að fremja illvirki, það byggi í öllum þörfin til að kvelja aðra, en það fannst mér hvergi skila sér í myndinni, ekki einu sinni þó ég vissi að það væri tilgangurinn fyrirfram og væri sérstaklega að leita að því.
Pant ekki selja þeim félögum fleiri sundskýlur.
Samt gaman að komast að því að maður er ekki orðinn svo gegnsýrður af Hollywood klisjum að maður sætti sig við hvað sem er.
þriðjudagur, janúar 17, 2006
Hostel
Birt af Unnur kl. 15:28
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli