Þó það sé í tísku að finnast áramótaheit æðislega hallærisleg þá finnst mér samt nauðsynlegt að staldra við stöku sinnum og íhuga það hvert líf manns stefni, hverju maður hafi áorkað og hvort maður sé sáttur. Áramót eru eins góður tími og hver annar til þess, skila andlegu skattaskýrslunni. Skulda ég eða á ég inni eftir árið?
Árið 2005 vann ég of mikið. Það er mér eiginlega efst í huga þegar ég hugsa til baka, sorglegt sem það nú er. Botna ekkert í því af hverju ég vann svona mikið, en er hinsvegar búin að þjást af endalausu stressi, svefnleysi og pirringi í kjölfarið, allt eitthvað sem ég kallaði yfir mig sjálf. Á næsta ári stefni ég þess vegna að því að vinna töluvert minna, allvega um sumarið, og reyna að hafa meiri tíma til að njóta þess hvað ég á góða og skemmtilega vini.
Árið 2005 var ég andleg eyðimörk. Ég skapaði ekkert sem talandi er um, fór ekki í nein skemmtileg ferðalög eða ræktaði sálartetrið á annan hátt. Þetta er annaðhvort orsök eða afleiðing vinnugeðveikinnar, get ekki ákveðið hvort það er. Á næsta ári ætla ég þess vegna að vera meira skapandi, og kem þar sterk inn strax í janúar með stórleik í litlu leikriti (fylgist með næstu Óskarsverðlaunahátíð). Ég ætla líka að koma mér út fyrir landssteinana á árinu, hvort sem það verður um sumarið eða með skiptinámi næsta haust, passinn verður allavega tekinn í notkun hvernig sem ég annars fer að því. Andlega eyðimörkin á semsagt að umbreytast í andlegan aldingarð! Eden, það er ég.
Árið 2005 var ég ekki ég sjálf. Ég týndi mér í öllu stressinu og finn mig ekki aftur. Næsta ár verður tekið í stórtækar leitaraðgerðir og tilraunir til að forðast að klifra upp á háa hestinn sem er alltaf að þvælast fyrir fótunum á mér, sérstaklega þegar ég drekk gin og tónik... Mikið vona ég að mér líki við sjálfa mig ef ég á annað borð finn mig einhversstaðar.
Þetta er í meginatriðum mitt uppgjör við sjálfa mig þessi áramótin. Ekki svo slæmt en ekki svo gott heldur. Eins og það á að vera. Gangi mér svo vel að vinna í málinu á því herrans, velkomna ári 2006.
Árið 2005 vann ég of mikið. Það er mér eiginlega efst í huga þegar ég hugsa til baka, sorglegt sem það nú er. Botna ekkert í því af hverju ég vann svona mikið, en er hinsvegar búin að þjást af endalausu stressi, svefnleysi og pirringi í kjölfarið, allt eitthvað sem ég kallaði yfir mig sjálf. Á næsta ári stefni ég þess vegna að því að vinna töluvert minna, allvega um sumarið, og reyna að hafa meiri tíma til að njóta þess hvað ég á góða og skemmtilega vini.
Árið 2005 var ég andleg eyðimörk. Ég skapaði ekkert sem talandi er um, fór ekki í nein skemmtileg ferðalög eða ræktaði sálartetrið á annan hátt. Þetta er annaðhvort orsök eða afleiðing vinnugeðveikinnar, get ekki ákveðið hvort það er. Á næsta ári ætla ég þess vegna að vera meira skapandi, og kem þar sterk inn strax í janúar með stórleik í litlu leikriti (fylgist með næstu Óskarsverðlaunahátíð). Ég ætla líka að koma mér út fyrir landssteinana á árinu, hvort sem það verður um sumarið eða með skiptinámi næsta haust, passinn verður allavega tekinn í notkun hvernig sem ég annars fer að því. Andlega eyðimörkin á semsagt að umbreytast í andlegan aldingarð! Eden, það er ég.
Árið 2005 var ég ekki ég sjálf. Ég týndi mér í öllu stressinu og finn mig ekki aftur. Næsta ár verður tekið í stórtækar leitaraðgerðir og tilraunir til að forðast að klifra upp á háa hestinn sem er alltaf að þvælast fyrir fótunum á mér, sérstaklega þegar ég drekk gin og tónik... Mikið vona ég að mér líki við sjálfa mig ef ég á annað borð finn mig einhversstaðar.
Þetta er í meginatriðum mitt uppgjör við sjálfa mig þessi áramótin. Ekki svo slæmt en ekki svo gott heldur. Eins og það á að vera. Gangi mér svo vel að vinna í málinu á því herrans, velkomna ári 2006.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli