þriðjudagur, janúar 21, 2003

Jæja, svo bregðast búálfar sem aðrir álfar... Hann er alveg búinn að týna mér, hinsvegar virðist ég vera algerlega ein um það því allir hinir STRÁKARNIR (note bene) spyrja aldrei um neitt. Svo ég spyr; gildir þessi fælni stráka við að spyrja til vegar og lesa leiðbeiningar líka um að viðurkenna fávisku sína í stærðfræði og pota eins og einum skanka líkama síns lóðrétt upp í loft í von um svör? Vona það, annars líð ég allavega tiltölulega mikið meiri gáfuskort en mig grunaði. Sem er ekki góð uppgötvun að gera rétt fyrir stúdentspróf, sérstaklega ekki svona stuttu eftir að trú manns á kennsluhæfileika búálfa er tekin og troðið niður í svaðið...

Engin ummæli: