Jahá, nú er ég, 19 ára gömul, formlega orðin öldungur, á meira að segja pappírana til að sanna það! Ég vissi að æskudýrkunin væri komin út í dálitlar öfgar en fyrr má nú aldeilis fyrr vera... Að stimpla mann öldung, miskunnarlaust og án þess að maður fái nokkuð um það sagt eða tekið sé tillit til aldurs manns eða hugarástands, Menntaskólinn við Hamrahlíð ætti bara að skammast sín! Maður ætti kannski bara að sætta við við orðinn hlut og reyna að eldast með reisn, hætta að þykjast vera hrukku- og kærulaus unglingur og fara að sækja bingókvöld. Nú hef ég mestar áhyggjur af því að samfélagið hafi séð fyrir löngu það sem ég sá ekki fyrr en í dag og að ég sé kannski ein af þessum sorglegu, útbrunnu kerlingum sem neita að viðurkenna aldur sinn og klæða sig og tala eins og unglingar, þrátt fyrir að geta geymt veskið sitt í hrukkunum á andlitinu... Til hvers eiginlega að eiga vini ef þeir segja manni ekki svona lagað? (Note to self; segja öllum vinum upp og endurnýja).
föstudagur, janúar 10, 2003
Birt af Unnur kl. 16:44
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli