Það virkaði! Sem er reyndar engin trygging fyrir að það virki aftur en maður verður að lifa svolítið hættulega... Ætli það nái í gegnum textann að hann sé skrifaður af manneskju í peysu frá GK? Vona það, er voða stolt, hef aldrei verslað í svona fínni búð, ætli ég sé núna orðin þotulið? Hvernig ætli maður komist að svoleiðis? Ég hlýt að koma í Andreu fljótlega... Hún kostaði samt bara 2.500, það er kannski ekki tekið með... Langar samt að vita af hverju þau þurftu endilega kennitöluna mína til að ég gæti keypt hana, kannski til að skrá mig opinberlega sem þotulið? Á eftir að missa svefn yfir þessu sko. Komst reyndar líka að því (ekki í fyrsta sinn, samt alltaf jafn hissa og svekkt...) á ferð minni um frumskóga útsalanna að enn hefur enginn hommanna í París vaknað og ákveðið að hanna buxur sem passa á litlu mig, maður myndi halda að miðað við fjöldann af þessu drasli sem er til myndi eitthvað af því komast allavega nálægt því að passa á mig en nei, svo virðist ekki vera samkvæmt fyrstu athugunum. Hefði líka haldið að það að skreppa skyndilega saman og passa þar af leiðandi ekki í gömlu buxurnar myndi óhjákvæmilega leiða af sér skemmtilega verslunarferð þar sem maður kæmist að því að maður hefði hoppað niður um nokkrar stærðir, en aftur nei, því stærðin mín núna virðist vera dularfull "milli númera stærð" sem engum hefur ennþá dottið í hug að framleiða. Sorglegt.
Hmm, aldrei hefði mér dottið í hug að loksins þegar ég kæmi mér að því að skrifa dagbók yrði hún um föt... Þetta eru gífurleg vonbrigði, hélt ég myndi a.m.k. leysa eitt stórt vandamál sem blasir við heimsbyggðinni, t.d. eyðingu regnskóganna... Það kemur samt ábyggilega um leið og ég fæ buxur!
miðvikudagur, janúar 08, 2003
Birt af Unnur kl. 21:20
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli