miðvikudagur, janúar 08, 2003

Mig hefur langað að skrifa dagbók alveg síðan ég las dagbækurnar um hana Kötu þegar ég var lítil. Eftir að hún fór að skrifa dagbók táldró hún spænskan fola, varð módel og súpergella og öll hennar vandamál gufuðu upp. Ætli mín hafi sömu áhrif? Bara ein leið til að komast að því! Hef samt aldrei haft þolinmæði í að skrifa reglulega, oft reynt en aldrei tekist, yfirleitt vegna þess að um leið og ég byrja að skrifa kemst ég að því að ekkert hefur gerst yfir daginn þess virði að skrifa um það, verð leið og þarf að hætta að skrifa til að borða nammi...
Best að reyna að pósta þetta áður en ég skrifa meira, veit ekkert hvernig þetta virkar og verð brjáluð ef ég skrifa fullt og týni því svo! Grr....

Engin ummæli: