þriðjudagur, janúar 14, 2003

Ég steig mín fyrstu skref sem öldungur í dag og uppskar, ja, aðallega hausverk... Jók ekkert átakanlega við þekkingu mína en það gæti verið vegna þess að ég gleymdi að hugsa fyrir hlutum eins og námsbókum, vasareiknum og öðrum munaði sem er víst orðinn staðlaður útbúnaður stærðfræðinema í þessu neysluþjóðfélagi okkar. Var nú ekkert sérlega glöð með sjálfa mig þegar ég uppgötvaði mistökin en var ekki lengi að taka gleði mína á ný þegar í ljós kom að kennarinn minn er búálfur, sem mér finnst gríðarlega ánægjulegt því ég hef alltaf haldið því fram að ekkert sé ofar manns skilningi hafi maður búálf til að útskýra það! Nú þarf ég bara að fá Möggu mína til að grafa upp gömlu stærðfræðibókina sína, veiða mér grafískan vasareikni og þá verð ég til í slaginn...

Engin ummæli: