Ég á bágt af því að...
...mér er illt í maganum af hungri og það eina sem ég á til og dettur í hug að geri ekki illt verra er rauð miso-súpa. Rauð miso-súpa er á bragðið eins og gubb.
...ég er sybbin en get ekki farið að sofa neitt á næstunni því ég var að uppgötva að ég á eftir að senda 11 tölvupósta í nótt á fólk sem ég verð vinsamlegast að biðja um að svara mér ekki seinna en í gær. Mér finnst ekki gaman að vera dóni.
...ég er búin að vera að hringja í fólk í allan dag til að fá upplýsingar sem mig vantar til að ritgerðin mín verði eitthvað nálægt því að vera tilbúin. Í allan dag svaraði enginn í símann sinn nema einn, sem svaraði til að segjast ætla að gera fullt af hlutum sem hann gerði svo ekki. Garg.
...dauðarefsingaritgerðin mín er að fara með geðheilsuna mína, bæði af því ég hef engan tíma til að skrifa hana og af því að umfjöllunarefnið veldur mér endalausri klígju. Í gær var ég í fyrsta sinn á ferlinum næstum búin að gubba við heimildaöflun.
...mér finnst sjálfsvorkunnar-útgáfan af mér ekki skemmtileg og er að verða ofsalega leið á að hlusta á sjálfa mig mjálma um hvað ég sé stressuð og allt sé erfitt. Samt get ég ekki hætt. Ugh, ég er meira að segja að því núna. Blah.
miðvikudagur, apríl 30, 2008
Birt af Unnur kl. 01:02
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
baráttukveðjur á lokasprettinum elskan!! þegar þú verður búin að þessu drífum við í því að gera eitthvað skemmtilegt saman!!
bæ ðö vei... dauðarefsing?!?!? hvað varð um mansalið??
Takk fyrir það Ása Tása :)
Mansalið er ennþá í fúll svíng, ég þarf bara að gera aðra ritgerð fyrir síðasta kúrs ba-ferilsins, og hún er um dauðarefsingar. Mjög upplífgandi allt saman.
Sakna ykkar!
þú tekur þetta á lokasprettinum eins og alltaf litli snillingurinn minn. Ég sendi þér baráttukveðjur og góða strauma. You can do it!!
lov jú
Hrefna Björg
Unnur! Af hverju áttu mat í sem bragðast eins og gubb? hmm...
Skrifa ummæli