fimmtudagur, maí 15, 2008

Um hvítasunnuhelgina...
...fann ég Álftanes. Þar er til siðs að puðra fólk. Ítrekað.
...fór ég á hestbak í fyrsta sinn síðan ég taldi aldur minn með einum tölustaf. Þriggja tíma reiðtúr takk, á hesti sem ég held að hafi fundist ég leiðinleg (enda talaði ég við hann næstum stanslaust alla þrjá tímana til að reyna að telja hann á að hætta að rykkja endalaust í tauminn, því það gerði mig skelkaða). Það er ofsa gaman á hestbaki. Bara muna að fara í íþróttatopp. Og sleppa spinning vikuna áður. Mjög mikilvægt fyrir stélið.
...fór ég í kajaksiglingu á Stokkseyri í roki og hélt ég myndi missa handleggina við að róa í land á móti vindi. Lét samt ekki taka mig í tog eins og flestar stelpurnar, er hetja. Ég var svo gjörsamlega búin í handleggjunum þegar ég kom að bakkanum að ég komst ekki úr kajaknum mínum eins og manneskja heldur varð að ánamaðkast út úr honum án aðstoðar handleggjanna. Það vildi ekki betur til en svo að ég lak hálfpartinn beint út í vatnið. Mjög þokkafullt.
...sólbrann ég á nefinu í göngu í Brekkuskógi þar sem ég skoppaði um í sumarhamingjuvímu og reyndi að stíga ekki á randaflugurnar.
...sólbrann ég á restinni af líkamanum í pottinum eftir gönguna. Er röndótt eins og Bjarnabófi.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá, þetta er engin smá helgi!

Einn daginn verð ég samt að bjóða þér í glas á Bessanum, svona til að fá "the full effect" af menningarheimi Álftaness. Bessinn er ekki bara kráin, heldur líka matvöruverslunin, sjoppan og vídjóleigan á svæðinu. Þarna gengur líka eini strætisvagninn á höfuðborgarsvæðinu sem fer yfir blindhæð :)

Unnur sagði...

Strætó sem fer yfir blindhæð!! Ég vil fara í hann áður en við fáum okkur glas á pöbbnum!!
Megafínt plan. Þú ert hér með skipaður framkvæmdanefnd.

Nafnlaus sagði...

Vá Unnur þú ert sannkölluð hetja að sitja 3tíma reiðtúr eftir... jah bara nokkur ár af engu ríðeríi. Ég finn sársauka þinn innan á lærum og í rassi! Kajak líka... Hversu rosalega slæm harðsperrulega hefur þessi vika eiginlega verið!? Geturðu matast hjálparlaust? ;þ

Unnur sagði...

Ú, gleymdi að svara! Úpsí.
Ég gat gert allt nema hreyft á mér bakið. At all. Sem takmarkar hreyfigetuna reyndar merkilega þó allir útlimir séu í lagi. Hm.

Nafnlaus sagði...

hæ sæta er alltaf á leiðinni að hringja í þig -reyndar eins og í alla aðra, ég hefði sko geta sagt þér að fara ekki á hestbak nema í íþróttatopp - annað er bara horror.
ég er búin að eignast lítinn frænda í ammeríku sem heitir William Boði

sætasta barn í heimi

knús Bylgja

Nafnlaus sagði...

Unnur...það er að verða mánuður síðan þú skrifaðir síðast...MÁNUÐUR! Aaaaaa!

Nafnlaus sagði...

hmmm, Unnur mín, ég held að þú sért klárlega að misskilja eitthvað, puðrið tíðkast alls ekki hérna á Álftanesinu, það tíðkast hinsvegar á KJALARnesinu, en einn gestanna í samkvæminu var einmitt þaðan og byrjaði á þessum blessaða ósið ;) og farðu nú svo að blogga aftur, september er löngu kominn og farinn á ný ;)