Þá getur stúlkan formlega fjarlægt l-ið úr "stjórnmálafræðlingur" því laugardaginn 14. júní var hún formlega útskrifuð úr Háskóla Íslands. Sem er vel. Verra mál er að finna sér eitthvað áhugavert að starfa næsta vetur á þessum harðindatímum. Umsókn mín liggur inni hjá Goldfinger, ég bíð með krossaða putta eftir svari. Will work for monies. Hvar ætli maður fái svona geirvörtudúska? Þeir eru kannski skaffaðir bara.
Annars hef ég í júní borðað kandíflos, legið í heitum potti í Varmahlíð, lesið bók á Austurvelli, flatmagað á teppi fyrir utan Kringluna, étið mér til óbóta og í kjölfarið hafið hollustuviku. Hið besta mál.
mánudagur, júní 23, 2008
Undir grænu birkitré
Birt af Unnur kl. 12:31
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Þú hefur fundið KJÓLINN sé ég .. og það ekkert smá flottan:)..
Alltaf jafn sæt og fín.. Til lukku með útskriftina
kv.
Ásdís J.
http://mbl.is/mm/atvinna/starf.html?adno=653276 :-)
Til hamingju með það :D
Skrifa ummæli