Ég er haldin þeirri meinloku að geta aldrei haldið áfram með BA-ritgerðina þar sem ég hætti síðast, heldur þarf ég alltaf að byrja upp á nýtt á hverjum morgni. Þetta gerir verkið frekar seinlegt. Í dag varð þó sá tímamótaviðburður að ég byrjaði þar sem frá var horfið í gær, og finn ekki hjá mér nokkra þörf til að byrja frá byrjun. Ástæðuna tel ég vera að í gær sá ég með öðru auganu (hitt augað var að vaska upp) þátt þar sem fólki var kennt að losa sig við nikótínfíkn, og verandi bullandi meðvirk þá langar mig ekkert í brakandi ferskt autt blað í dag. Né súkkulaði. Né sígarettu reyndar. Sjónvarp er hollt.
fimmtudagur, apríl 10, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli