þriðjudagur, apríl 22, 2008

Gah!

11 dagar eftir af þessu ágæta ba-námi ef allt fer samkvæmt áætlun. Ég er orðin svo stressuð að ég titra öll inní mér, og þarf reglulega að setja sjálfa mig í time-out svo ég fari ekki á yfirsnúning og endi eins og allir skeggjuðu og skítugu mennirnir sem mamma segir að hafi lesið yfir sig. Hluti af forvarnarprógramminu er að lesa ekkert nema það sem ég nauðsynlega þarf. Er enn á bömmer eftir að hafa slysast til að lesa leiðbeiningarnar á nan-brauðspakkanum í gær. Meiri óþarfinn. Hita þar til heitt. Vesgú.
Tölvupóstur væri frábær samskiptamáti ef fólk (og ráðuneyti) aksjúallí svaraði póstinum sínum. Ef fólk sem er að gera verkefni fyrir skólann sinn sendir ykkur tölvupóst viljið þið þá prittí plís svara, og svara strax. (Sérstaklega ef viðkomandi nemönd allt að því skrifar "gerðu það elsku elsku elsku viltu svara mér fljótt því ég er um það bil að fara að skæla af stressi"). Saman getum við kannski breytt tölvupóstkarma heimsins.
Fíla: Múslístangir (því manni verður ekki illt í maganum af þeim).
Fíla ekki: Nammi (ég veit það hljómar eins og patent hugmynd þegar maður er að læra og á bágt, en manni verður illt í maganum af því. Sérstaklega ef maður blandar því við kaffi og hoppar svo um allt í stressi. Ekki gera það. Treystið mér bara hérna.)

Engin ummæli: