föstudagur, apríl 04, 2008

Akureyri

Akureyrarferðin um páskana var ferlega vel heppnuð, enda með eindæmum skemmtilegt kvenfólk sem ferðaðist þar saman. Við Rakel gistum í góðu yfirlæti hjá karli föður mínum og átum þar meira en góðu hófi gegnir, og kúrðum svo saman eins og í Lettlandi í den, allt voða rómó. Ég er sennilega náttúrulaus því ég hef mjög takmarkaða þolinmæði fyrir hálfnöktum olíubornum karlmönnum á palli, en ég þraukaði nú samt alveg gegnum bæði vaxtarræktar- og fitnessmótið og er sennilega betri manneskja fyrir vikið. Öllu auðveldara reyndist að þrauka matinn og ballið eftir mótið. Hið besta mál. Ég stóð mig engan veginn sem hirðljósmyndari, en nokkrar myndir tók ég nú samt. Flestar lélegar, en maður verður stundum bara að vera nægjusamur, það er nú einu sinni skollin á kreppa krakkar mínir:

Kjarnakvendi að hlaða bílinn

Föstudagskvöldið langa á Kaffi Akureyri

Jóhanna á 11 bjór...

Við Rakel að lúra saman
Veit ekki af hverju flassið lýsti mig svona mikið meira upp en Elmu og Jóhönnu... Hóst...

Meðan við Rakel drukkum Baccardi razz úr burnerflösku í stúkunni unnu Elma og Jóhanna fyrir fríðindum helgarinnar. Duglegar stelpur.

Rónarnir í stúkunni

Rakel sprengdi utan af sér buxurnar og varð að rumpa þær saman í snatri. Þá hjálpaði að vera lærð húsmóðir.

Elma og Jóhanna hættar að vinna og komnar í sukkið.

Ég var ekkert sérstaklega vinsæll ljósmyndari...

Engin ummæli: