Akureyrarferðin um páskana var ferlega vel heppnuð, enda með eindæmum skemmtilegt kvenfólk sem ferðaðist þar saman. Við Rakel gistum í góðu yfirlæti hjá karli föður mínum og átum þar meira en góðu hófi gegnir, og kúrðum svo saman eins og í Lettlandi í den, allt voða rómó. Ég er sennilega náttúrulaus því ég hef mjög takmarkaða þolinmæði fyrir hálfnöktum olíubornum karlmönnum á palli, en ég þraukaði nú samt alveg gegnum bæði vaxtarræktar- og fitnessmótið og er sennilega betri manneskja fyrir vikið. Öllu auðveldara reyndist að þrauka matinn og ballið eftir mótið. Hið besta mál. Ég stóð mig engan veginn sem hirðljósmyndari, en nokkrar myndir tók ég nú samt. Flestar lélegar, en maður verður stundum bara að vera nægjusamur, það er nú einu sinni skollin á kreppa krakkar mínir:
föstudagur, apríl 04, 2008
Akureyri
Birt af Unnur kl. 16:09
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli