Jæja, nú er allt tilbúið. Búið að plasta allt rakadrægt í húsinu, pakka brothættu inn í bubbluplast, fela allt oddhvasst og allt sem inniheldur koffein eða sykur. Skipt hefur verið á vaktir eftir hentugleika og álagstímum, fundað um strategíu og hvaða ferli skuli sett í gang fari eitthvað úrskeiðis. Komið er upp tjald til áfallahjálpar í garðinum og farið hefur fram hópefli. Við erum búin að hita upp, teygja á og setja köttinn á bullandi róandi svo hún dagi ekki uppi í árásarstöðu uppá lofti. Neyðarlínan, eitrunarvarnir og vinalínan komið inn í minnið á símanum. Hjálmar tékk, hlaupaskór tékk, klóróform tékk. Við erum tilbúin. Hleypið þeim iiiiiiiiinn!!!
miðvikudagur, október 20, 2004
Code blue, code bluuuueeee!
Birt af Unnur kl. 09:58
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli