mánudagur, apríl 28, 2008

Um helgina komst ég að því að:
-Grænir frostpinnar eru jafn góðir í dag og þeir voru fyrir 15 árum.
-Það sem vantar til að gera Garðastrætið kósý eru strumpar. Að lágmarki tveir. (Og helst ekki hégómastrumpur. Hann hefur svo leiðinlegan talanda).
-Mig langar í veggfóður.
-Ég er ekki kjánaleg í öllum gallabuxum.
-Ég var kjánaleg í öllu, alltaf, þegar ég var unglingur. (Érí sjokki.)
-Vinkonur mínar síðan ég var unglingur eru hópur af algjörum gullmolum.
-Ég er ekki enn vaxin upp úr því að missa máttinn í útlimunum þegar mér finnst eitthvað sérlega ógeðslegt. (Þetta gerir alla ritvinnslu á dauðarefsingaritgerðinni þess mun erfiðari. Mun fljótlega fara að vélrita með nefinu.)
-Pulsur eru minna vondar en mig minnti.
-Sumarið er tíminn.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hégómastrumpur getur ekkert að þessu gert, greyið.

Gangi þér vel að vélrita með nefinu :)

Unnur sagði...

Takk :) Þarf minna nef. Eða stærri takka á lyklaborðið. Ætli séu til svona blindralyklaborð, eins og blindrasímarnir með risatölunum..?

Nafnlaus sagði...

ja ... græna bragðið af grænu frostpinnunum er bara ennþá gott ... ég er alveg sammála því ...

er samt líka búin að uppgötva að súperfrostpinnar eru massa góðir ...


þegar við vorum unglingar Unnz þá var töff að vera kjánaleg ;o)
*kjánalegt var móðins þá*

Nafnlaus sagði...

Þú ert að plata...grænir frostpinnar eru vibbi. Ég væri sko mega til í strumpa í garðastræti...en engan Kjartan takk...enda er hann ekki strumpur.
Ég elska líka veggfóður, ég ætla að fá mér solleis þegar ég verð orðin stór.
Það fer allt eftir því hvernig pulsur þú ert að tala um...