miðvikudagur, apríl 16, 2008

Pirri-Prik

AAAaaargh! Sit á Prikinu og er farin að reyta hár mitt og skegg af pirringi.
1. Stráknum á næsta borði liggur svo hátt rómur að ég er farin að dauðvorkenna vinkonu hans sem situr mjög óheppilega með vinstra eyrað staðsett ca. 20 cm frá munninum á honum, sem hann kýs að beita eins og þokulúðri.
2. Mér er orðið ferlega illt í stélinu af þessarri endalausu setu síðustu daga. Það er aldrei gott fyrir geðheilsuna. Hef grun um að ég sé að fá legusár.
3. Hef ekki skrifað orð í ritgerðina mína í dag sem ég hef ekki strokað út jafnharðan aftur. Af hverju er ég hætt að geta skrifað á íslensku???
4. Hausinn á mér er búinn að ákveða mjög ólýðræðislega að það eina sem hann hafi þolinmæði í að hlusta á meðan ég skrifa (til að útiloka hávaðamaskínuna á næsta borði) séu óperur. Þær á ég ekki á itunes-inu mínu og öll forrit sem ég finn sem stríma tónlist af netinu eru ósamvinnuþýð og neita að skilja hvað ég er að biðja þau að gera.
5. Var búin að eyða hálftíma í að skrifa snyrtilegan og pólitískt rétthugsaðan tölvupóst til að biðja um betri heimildir frá ákveðinni stofnun þegar netið datt út og tölvupósturinn með. Þessi háværi er heppinn að innbyrgð reiði er ein af mínum sérgreinum. Annars hefði hann fengið að húrra út um glugga eða tvo.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þegar hausinn á manni fer að taka ákvarðanir með lýðræðislegum hætti, þá fyrst er ástæða til að leggja kaffibollann á hilluna og fá sér ferskt loft.

Baráttukveðjur :)

Nafnlaus sagði...

úfff sumir dagar sko.....

Nafnlaus sagði...

Þetta er nú meira ástandið...

ef þú bara hefðir hringt... ég hefði komið og sungið fyrir þig óperu, kannski beint inn í eyrað á elskulega háværa manninum og þar með slegið tvær flugur í einu höggi...
næst Unnur, næst...
þar til næst: Gangi þér vel og ég hlakka til að sjá þig fagra :)
- Ingunn

Unnur sagði...

Arthúr: Ó svo rétt hjá þér. Auðvitað er einræði í líkamanum. Hausinn ræður. Annars myndu lifrin og nýrun alltaf rotta sig saman og maður fengi hvorki að drekka né borða e-efni. Og hvað er þá eftir?

Ingunn: Ég hringi pottþétt í þig næst, Ingunnarópera er lækning við flestu sem fer úrskeiðis í lífinu, ég er nokkuð viss :)