mánudagur, október 01, 2007

RIFF

Kvikmyndahátíð er algjörlega frábært fyrirbæri. Við hátíðarpassinn minn erum nú þegar búin að sjá þrjár myndir (fyrir utan Jaws, sem ég sá í Laugardalslauginni, þar sem ég flaut í fósturstellingunni á handakútum. Er hetja) og þær voru hver annarri betri.
Fyrst sá ég "Stelpur rokka!" sem var algjörlega frábær, kann ekki nógu mörg lýsingarorð til að segja ykkur hvað hún er góð, þið verðið bara að kíkja á hana sjálf. Fyndin og truflandi og skemmtileg og inspiring og mikilvæg. Stelpur eru rokkarar.
Næst sá ég "Járnbrautarstjörnur", sem er allt öðruvísi en stelpurokkið, en alls ekki síðri. Mynd sem mér fannst gerð af ótrúlega fallegri umhyggju, um fólk sem er annars ekki sýnd nein virðing í lífinu. Góð góð góð.
Rétt áðan var ég svo að horfa á "Umskipti", sem var svo hreinskilin og jarðbundin að mér hálfbrá, en þess betri fyrir vikið. Algjört menningarsjokk, en á góðan hátt.
Næstu daga er ég svo meðal annars að fara á "Ljón innanhúss", "Listin að gráta í kór", "Himinbrún", "Þið, lifendur", "Hjálpaðu mér Eros", "Tryllt ást", "4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar" og "Dökkblárnæstumsvartur". Ef einhver vill fara með á einhverja af þessum myndum, eða einhverja aðra mynd á hátíðinni, verið í bandi.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég vil, ég vil!

Unnur sagði...

Já varst klárlega á skerinu í vitlausri viku!

Nafnlaus sagði...

Síðan þín er eitthvað skrítin unnur...og er búin að vera það í nokkra daga.

Nafnlaus sagði...

Er þetta einhver sjálfstæðisyfirlýsing að henda út tenglunum á vini og kunningja? ;)

Nafnlaus sagði...

http://www.imdb.com/find?s=all&q=david+husby&x=16&y=7 ...HAHAHAHAH!