miðvikudagur, maí 10, 2006

Reykjalundarfjör

Nú er próflestur fyrir öryggi og samvinnu í alþjóðakerfinu á byrjunar- og lokastigi, sem er mjög algengt ástand í mínu námi. Er að fá massaprófkvíða og svona, sem kemur ekki á óvart því ég fékk næstum taugaáfall síðast þegar ég tók próf hjá þessum kennara, reytti hár mitt og skegg og fleygði blöðum um allt. Mamma þurfti að taka mig á sálfræðinni til að fá mig til að mæta í prófið yfirleitt, og mér sýnist stefna í það sama núna. (Mamma mín, plís komdu heim í hádeginu á morgun, það þarf einhver að bjarga hárinu mínu, rífa blöðin úr stirðnunum lúkunum á mér og henda mér út með penna, bíllykla og magic!). Eftir það er líka bara eitt próf eftir, og á föstudaginn verður þetta prófvesen búið. Þrítugsafmæli mætir próflokadjammi það kvöld, jeeeiii! Svo er það bara að rumpa af einu stykki 20 bls. ritgerð og þá er þessarri önn samviskuseminnar (hóst) lokið!!!
Í deiglunni er það hinsvegar helst að foreldrar mínir tilkynntu það í byrjun vikunnar að þau ætla að gifta sig 21. maí. Reyndar tilkynnti held ég Óli það aðallega að hann ætlaði að gifta sig, og bauð mömmu að taka þátt ef hún kærði sig um. Hefði verið gaman að sjá hverjum hann hefði gifst ef hún hefði ákveðið að taka ekki þátt, en það fáum við víst aldrei að vita. Gott samt að vita að ég er ekki ein í mínum valkvíða, mamma er búin að vera í ca. 18 ár að gera það upp við sig hvort það sé nokkuð vit í þessu sambandi. En það semsagt er það, og nú á að segja prestinum það. Og guði. En hann veit það nú líklega fyrir...

Engin ummæli: