mánudagur, maí 08, 2006

Miðbæjarrotta in the making

Um mánaðamótin flyt ég á Ásvallagötuna. Það er ótrúlega æðislegt, þó það sé bara yfir sumarið, enda veit ég ekkert hvort ég verð á landinu næsta vetur, ef ze grand masterplan gengur upp þá verð ég náttúrulega í Strasbourg. En í sumar mun ég semsagt hjóla útum allt, lesa á kaffihúsum og drekka alla daga því ég þarf ekki að borga handlegg og fótlegg fyrir leigubíl heim. Jei! Ég verð ekki að vinna einu sinni fulla vinnu, ólíkt síðasta sumri þegar ég vann 315% vinnu allt sumarið, svo ég býst meira að segja við því að sleppa frá þessu sumri sæmilega heil á geði. Nú er bara að klára prófin, klára ritgerðina og flytja svo lögheimilið í Laugardalslaugina. Eða á Ásvallagötuna.
Vill svo einhver segja mér af hverju það er í lagi að flytja inn fullt af vændiskonum til að "þjónusta" alla gröðu, sveittu fótboltaaðdáendurna í Þýskalandi? Ég veit að Hannes Hólmsteinn segir að aumingja stelpurnar sem eru sætar en ekkert voða klárar verði að fá að vinna fyrir sér einhvern veginn en hærregud, það er eitthvað mjög rangt við þetta alltsaman. Er ekki bjór og fóbó hvort eð er meira stuð en skipulagt kynbundið ofbeldi og fóbó? Og ef það er svona svakalegt aftöppunarvandamál í gangi væri þá ekki sniðugra að láta alla gröðu, sveittu fótboltaaðdáendurna bara hafa túbu af handáburði og klósettrúllu við komuna á HM?

Engin ummæli: