þriðjudagur, desember 13, 2005

Return of the Space Cowgirl


Ef einhver er ennþá að skoða þessa síðu þá er ég mætt aftur, klappklappklapp. Til að kæfa þann misskilning í fæðingu er það ekki af því ég hafi svo mikið að segja, heldur bara vegna þess að ég á að vera að læra fyrir Evrópusamvinnu en nenni því ekki. Þar hafið þið það.
Nafna mín orðin ungfrú heimur, ég búin að sækja um á Stúdentagörðunum, flótti til Kúbu á teikniborðinu (afleiðing gífurlegs prófleiða)... Ég ákvað að sækja um á görðunum þegar foreldrar mínir gáfu litla brósa rafmagnsgítar og kraftmikinn magnara í miðri próftörninni minni. Já, maður skilur nú fyrr en skellur í tönnum!
Þrátt fyrir að vera í fáránlega erfiðri próftörn eftir hræðilega önn hefur mér samt tekist að bralla ýmislegt. Kaupa slatta af jólagjöfum, fara á jólahlaðborð og bráðum í jólaglögg, horfa á Cool Runnings, borða fullt af ógeði og missa algerlega alla tilfinningu í rassinum eftir að hafa tekið ástfóstri við að læra á gólfinu. Minn eigin dugnaður hræðir mig. Hins vegar hefur valkvíðinn tekið sig upp á ný, nú fer ég að þurfa að taka ákvörðun um hvort ég ætla í skiptinám og þá hvert, í hvað og hvað lengi. Mig svimar við tilhugsunina...

Engin ummæli: