þriðjudagur, desember 27, 2005

Hefðbundin jól

Gleðilega hátíð öllsömul! Ég er í miðju kafi að halda hefðbundnu jólin mín og það gengur alveg eins og í sögu. Allt eftir handritinu þar. Jólaþrif, Þorláksmessukortadreifing, jólamessa, Þórshafnarboð. Mikið gott. Ég sit reyndar uppi með það að hírast heima í minipilsinu sem mamma mín gaf mér í jólagjöf til að spara buxurnar mínar, því það pakkaðist eitthvað undarlega niður í töskuna mína þetta árið, enda aðstæðurnar ekki alveg eins og áætlað var. Lífið og dauðinn eru víst því miður ekki sett á pásu yfir hátíðirnar og bið ég þá sem ekki fengu frá mér jólakveðjur eða jólakort afsökunar, aðstæður buðu ekki uppá það þetta árið, ekki með góðu móti allavega. En þið vitið öll að þið fáið hlýjar jólahugsanir úr Unnsubæ, er það ekki? Pabbinn í New York og fjölskyldan sem hýsir hann fá öll sérstaklega stóra jólakveðju hér.
Í ár er ég opinberlega orðin stór stelpa, því ég fékk tvö jólakort með barna- og/eða brúðkaupsmyndum vinkvenna minna. Eftir að áfallið leið hjá urðu þetta með bestu jólagjöfunum. Sem gerir mig ennþá eldri. En það er kannski bara ágætt, maður er hvort eð er farinn að borga skatta og svoleiðis leiðindafullorðins, alveg eins gott að skella sér þá bara í allan pakkann og fá kostina líka.
En semsagt, kem heim á morgun, sjáumst!

Engin ummæli: