föstudagur, apríl 16, 2004

Ég gerði þau mistök í gær að monta mig af því að ég væri nú bara næstum farin að kunna frekar vel við tölvur og átta mig á að þær hötuðu mig ekki persónulega, ég hefði bara aldrei kunnað að tala við þær. Já, það er bara rugl, þær hata mig víst og ég hata þær alveg helling og þar við situr. Húsið mitt hvarf, birtist aftur og nú vill það ekki gera það sem ég segi því að gera. Það hatar mig. Foj.

Engin ummæli: