5 dagar í Frakkland! Ég varð að lokum að horfast í augu við þá staðreynd að það væri nauðsynleg öryggisráðstöfun að fá sér kreditkort fyrir ferðina, svona ef eitthvað skrautlegt og óviðbúið kæmi uppá (sem það gerir yfirleitt þá daga sem ég á annað borð fer útúr húsi...). Svo ég kyngdi stoltinu og fyllti út umsóknareyðublaðið með það sterklega á tilfinningunni að þetta væri upphafið að endalokunum. Sem það líklega er. Vildi bara koma þessu frá mér ef ske kynni að ég hyrfi í útlandinu. Death by Visa...
Annars hef ég tekið þá dramatísku ákvörðun að borga greiðsluseðilinn frá Háskólanum. Ekki með Visa. Sem þýðir að frá og með morgundeginum verður þetta ekki aftur tekið, le moufle mun breyta verkfræðideildinni eins og Palli breytti Júróvissjón. Mínus latexið... Úff, hvernig tilfinning ætli það sé að faaalla, með 4.9, tvítvítvítvítvítvííí?
fimmtudagur, júlí 03, 2003
Birt af Unnur kl. 23:48
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli