Til þeirra sem ekki fengu tölvupóstinn:
Kæru félagar.
Mér þykir leitt að þurfa að tilkynna að minn elskulegur Lárus var hnepptur í gíslingu síðastliðið föstudagskvöld í þjófabælinu Þorlákshöfn og hefur ekkert til hans spurst síðan. Engar kröfur um lausnargjald hafa borist og vonin um að endurheimta gamlan félaga dofnar með hverri mínútunni sem líður.
Blóm og kransar engan veginn afþakkaðir.
Af virðingu við minningu Lárusar sé ég mér ekki fært að fá annan til að fylla í skarð hans samstundis.
Því vil ég benda þeim sem vilja votta mér samúð í sorg minni eða þurfa að ná í mig vegna annarra mála á hina úreltu uppfinningu "heimasímann" sem ykkur rámar kannski í úr æsku. Eftir dálitla rykhreinsun hef ég komist að því að hann virkar enn og svarar enn sínu gamla kalli, 5667662.
Með sorg í hjarta,
Unnur.
miðvikudagur, júlí 23, 2003
Birt af Unnur kl. 14:07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli