Gærkveldið var gífurlega ánægjulegt. Ég er alltaf að komast að því betur og betur að djammgenið mitt er gallað og ég skemmti mér yfirleitt betur ef ég er bara í spjallgírnum að stúta kaffibollum og vatnsglösum til skiptis og fylgjast með dýralífinu á skemmtistöðum borgarinnar. Sem er ansi fjölskrúðugt... Svo neita ég að taka þátt í samsæri leigubílstjóranna og þá er ágætt að hafa bara verið í koffíninu, það er víst ekki vel séð að keyra mikið drukkinn. En í veðri eins og í gær er eiginlega ekki hægt að klúðra kvöldinu, stemmningin í miðbænum er svo ágæt þegar það er hvorki rigning né rok, albjart og göturnar fullar af fólki sem er, fannst mér, ekki jafn sauðdrukkið upp til hópa og það er venjulega við sama tækifæri á veturna, þegar maður þarf að drekka hita í táslurnar. Það er á nákvæmlega svona kvöldum sem Ísland er bara sérdeilis prýðilegt sker að hafa strandað á!
þriðjudagur, júní 17, 2003
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli