föstudagur, febrúar 14, 2003

Elsku litli vettlingurinn minn varð fyrir árás á einkalíf sitt nýlega. Þrátt fyrir ítrekaðar óskir við fjölmiðla um að fá að halda tilveru sinni leyndri fyrir skítugum almúganum hafði einn aðili (sem verður hér eftir kallaður Júdas) samvisku í að hafa hlekk á sinni síðu yfir á mína. Hans síða getur varla talist siðmenningu okkar til hróss með öllum sínum sora og vil ég biðja aðra aðila sem halda úti slíkum viðbjóði á alnetinu og hafa á fölskum forsendum lætt sér inn í líf mitt vegna þeirra forréttinda að verða reglulegir lesendur "vettlingsins" (sem ég skil reyndar mjög vel) að reyna að halda aftur af sér með að deila dýrðinni með utanaðkomandi og óverðugum einstaklingum. Að ég tali nú ekki um þá sem eru að lesa þetta án þess að hafa fengið til þess formlegt boð, viljið þið ekki bara hlera símtölin mín líka??? (Þetta var grín, kaldhæðni, vinsamlegast ekki hlera símann minn, ég kann ekki að meta svoleiðis lagað...) Vík burt ruslaralýður!

Engin ummæli: