Ég veit fátt betra þessa dagana en að sitja heima á Garðastrætinu mínu fína, með tvö teppi, stússast í BA-ritgerðinni og hlusta á rigninguna lemja gluggann. Ég vona að veðrið verði ekki svona í allan vetur því þá eru allar líkur á því að ég fari ekkert undan teppunum fyrr en í vor.
Ég held ég sé alveg óvart komin í keppni við sjálfa mig um að búa til ógeðslegasta morgunmat sögunnar. Í morgun sló ég öll fyrri met með því að henda fullt af spínati, refasmáraspírum og einum banana í blandarann þar til það varð að einhverju sem líktist hálf-jórtruðu grasi. Á morgun ætla ég að reyna að gera það ennþá viðbjóðslegra með því að bæta trefjadufti við allt draslið, og mögulega smá ananas. (Þetta gerist þegar maður býr einn og gleymir að hugsa fyrir því í Bónus að maturinn sem maður kaupir þurfi að passa saman. (Svipað vandamál í fatabúðum er ástæðan fyrir því að ég er alltaf klædd eins og álfur útúr hól)).
Ég mundi það skyndilega í gær að ég á afmæli um næstu helgi, og er að reyna að gera það upp við mig hvort ég nenni að halda innflutnings/afmælispartý eða ekki. Er ekki of seint að fara að bjóða í svoleiðis samkomu núna? Enda ég þá ekki bara með fullt hús af lúðum, því allt svala liðið er búið að lofa sér annað?
þriðjudagur, október 09, 2007
Lögst undir feld
Birt af Unnur kl. 23:12
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Sorry að ég svaraði þér ekki um daginn með afmælið...var eitthvað svo þungt hugsi hvernig ég ætti þá að redda vöktunum mínum um helgina. Núna eru vaktirnar mínar breyttar og frá og með næstu helgi vinn ég alla laugardaga frá 16-21 svo að eftir það er ég laus;)
Ég get svo svarið að það er sulta í þessu. Nei, þetta er pottþétt kanill. Sulta. Kanill. Sulta! Kanill!
ég var bara rifja upp gamla tíma :)
Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að við sendum stöðugt erlendinga til þín, svo þú verðir ekki að einskærum viðbóði!
Skrifa ummæli