Ég gleymdi í síðasta pósti að segja ykkur stærstu fréttirnar: ÉG NÁÐI SKÓLAÁRINU HÉRNA Í STRASS!!! Mér brá svo mikið þegar mamma sagði mér það í símann að ég fór að háskæla. Tvisvar. Ákvað svo að fara í afneitun og neita að kaupa þetta, hlyti að vera misskilningur, en neyddist til að trúa því þegar hamingjuóskir fóru að berast frá hinum ýmsu heimshornum eftir að einkunnirnar fóru á netið, og eftir að mamma fór og lét hreinlega þýða einkunnirnar mínar til að vera viss. Mig vantar átakanlega einhvern til að hoppa með um allt og vera í gleðisjokki með. Set Ásu í það þegar hún mætir á þriðjudaginn. Jei!
Hér er annars mynd af mér og eina minjagripnum sem ég keypti í Lettlandi, honum Hundmundi:
laugardagur, júlí 14, 2007
Kraftaverk!
Birt af Unnur kl. 18:37
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli