Ég þarf greinilega að fylgjast betur með umhverfi mínu. Búin að vera í vinnunni í rúma tvo tíma og skil ekkert í því hvað ég er allt í einu orðin eitthvað mjúk og væmin að innan, uppgötva svo að sándtrekkið úr Notting Hill er búið að vera á rípít í spilaranum síðan ég kom... Ég skipti snarlega yfir í Sítt að aftan, og er núna að reyna að föndra herðapúða úr gömlu Séð og heyrt blaði inní bolinn minn. Meira hvað maður er áhrifagjarn af tónlist. Vona bara að engun detti í hug að spila hérna Smack my bitch up eða Burning down the house, það gæti farið afskaplega illa.
laugardagur, nóvember 12, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli