miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Bókalaus og tímalaus

Nú er ég komin á fullt span að reyna að vinna upp allt sem ég missti úr meðan ég var veik. Eini gallinn á því plani er að ég hef ekki mjög mikinn tíma til þess þar sem ég er alltaf að vinna, upprunalega planið mitt fyrir veturinn gerði víst ekki ráð fyrir neinum óvæntum uppákomum, það er ég að sjá núna... En tímaleysi er nú ekki nýtt vandamál í mínum bókum, og ég geri ráð fyrir að það sleppi fyrir horn eins og það hefur gert hingað til. Stærsta (og hneykslanlegasta) vandamál dagsins er að bókin sem ég átti að kaupa fyrir einn kúrsinn minn meðan ég var lasin, en komst ekki til að gera fyrr en áðan, er uppseld, og kemur ekki aftur fyrr en í fyrsta lagi eftir hálfan mánuð. Þetta gerðist líka í fyrra, ég fékk ekki kennslubókina í hagfræðikúrsinum mínum fyrr en mánuði eftir að skólinn byrjaði og gat þar af leiðandi ekkert byrjað að læra fyrr en þá. Er til of mikils ætlast að skyldulesefnið í kúrsunum við skólann sé bara til, jafnvel eins og mánuði fyrir próf? Garg! Jeminn eini hvað ég er hress í dag...

Engin ummæli: