föstudagur, nóvember 11, 2005

Fréttatilkynning dagsins


Í stað þess að vinna í ritgerðunum tveim sem ég á að skila innan skamms verð ég að vinna frá því kl. 16 í dag til kl. 14 á sunnudag. Bara ef ske kynni að þið hélduð að ég væri týnd. Ég verð nú samt í góðum félagsskap í vinnunni, bæði samstarfsfélagalega séð og kúnnalega séð, svo ég spjara mig alveg, en það er alltaf gott að nöldra, bara smávegis svona. Annars er ég komin í bullandi jólaskap alveg, langar ekkert að gera nema maula piparkökur og krulla pakkabönd, en það er ekki í boði alveg strax. Held ég klári ritgerðirnar tvær, vindi mér svo í jólin og klári þau áður en prófin byrja. Síðasta prófið er nefnilega 21. desember og ég fer líklega austur 22., og þó ég hafi í hitteðfyrra keypt allar jólagjafirnar, pakkað þeim inn og komið til skila á hálfum degi er ég ekki viss um að ég treysti mér í svoleiðis læti aftur í ár. Vil allavega heilan dag til að dunda mér við þetta, svona verður maður kröfuharður með aldrinum. Svo ef einhver er í jólainnkaupahugleiðingum ca. 23. nóvember þá vantar mig verslunar- og raulfélaga.

Engin ummæli: