Ég skaust út fyrir endimörk hins byggilega heims um helgina, til útnárans Bakkafjarðar, sem var reyndar langt frá því eins leiðinlegt og það hljómar. Þar rifjaði ég upp skemmtilegheit æskunnar, litaði hárið á ömmu, gerði hetjulega aðför að ruslaskápnum, fór í fjárhúsin, varpið, og meira að segja í sjóstangaveiði á sjómannadaginn þar sem ég rifjaði upp af hverju mér finnst ógeðslegt að veiða. Þetta lifir alveg tímunum saman eftir að öll innyfli eru tekin úr því, ég held því fram að þorskur sé andsetinn... Veganism, here I come! Þetta er samt ekki merkilegt nema fyrir þær sakir að þetta var allt afrekað á einum sólarhring, en þá urðum við að snúa aftur þar sem það tekur ár og daga að komast til borgarinnar. En kjarni málsins sumsé þessi: Það var svaka gaman í sveitinni, borðaði fullt af brúntertu og rifjaði upp hvernig hreint loft lyktar. Vííííííí...
þriðjudagur, júní 08, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli