föstudagur, apríl 18, 2003

Vettlingur hefur snúið aftur úr einangrun sinni, heilbrigðari en nokkru sinni! Engin flensa hér takk. Hins vegar kom berlega í ljós á meðan á einangrun minni stóð að heimurinn virkar ekki eðlilega án mín, gerð var hetjuleg tilraun til að dimmitera en sú tilraun fór illa þar sem býflugur nokkrar gengu í skrokk á saklausu manngreyi í miðbænum (sem á nú undir högg að sækja fyrir í landinu þar sem rokið er sjaldan bara úr einni átt í einu...) og allt fór á hinn versta veg. Reyndar fór einangrun mín þann dag að mestu leyti fram í pöndugervi á Ingólfstorgi en þar sem ég er enginn boxhanski er engin leið að reyna að klína þessum ólátum á mig, ég var hreint til fyrirmyndar í allri hegðun (og hógværð). En dagurinn hefði að vísu ekki verið nándar nærri eins ánægjulegur ef starfsmenn Subway hefðu ekki lagt til hina ágætustu salernisaðstöðu fyrir lýðinn og má telja nokkuð víst að dagurinn hefði án hennar einkennst af annars konar ólátum en raunin varð. Þúsund þakkir fyrir það, ykkur er hér með fyrirgefið að ganga með der dagsdaglega!

Engin ummæli: