Enn og aftur lýsi ég eftir hæfum einstaklingi til að taka fyrir mig ákvarðanir. Viðkomandi þarf ekki að taka allar ákvarðanirnar samt, ég vil sjálf fá að ákveða hvað ég borða og í hverju ég er og svona (þó ég viti að ákveðnir fjölskyldumeðlimir hafi reynt að fá mig svipta sjálfræðinu vegna þess síðarnefnda). Umsækjandi þarf bara að vera tilbúinn að ákveða allt þetta stóra, hvert á ég að fara í master og í hverju, hvenær, hvar á ég að vinna í millitíðinni ef það er einhver millitíð og svo framvegis. Kökusneið. Hver er til?
Mér sýnist ég í öllu falli þurfa að skella mér til London fljótlega til að taka TOEFL próf, ég get ekki séð að það sé í boði að taka þau á Íslandi eins og er. Veit einhver betur?
En í stuttu máli þá voru áramótin fín, þrettándinn líka, og eiginlega bara allir hinir dagarnir sem liðnir eru af þessu ágæta ári. Engin sérstök áramótaheit strengd en margt á teikniborðinu, engin lognmolla frekar en vanalega og það er ágætt.
Planið er ennþá að byrja í samkvæmisdansi í næstu viku en þessir strákar eru svo erfiðir viðureignar að það á enn eftir að koma í ljós hvort það gengur upp. Vona það samt. Er bara að segja ykkur frá þessu því ef gæinn sem er efstur á dansfélagaóskalistanum reynist of upptekinn þessa önnina til að geta dansað við mig (hæ Gunni!) þá mega allir karlkyns sem ég þekki (og lesa örugglega fæstir vettlinginn en ég vona að þetta berist þeim með hugarorkunni *bzzz*) eiga von á því að það verði vælt og skælt í þeim. Farið að hita upp og teygja, just in case.
Mamma var ósátt við að hafa verið skilin útundan í jólamyndabirtingum, svo hér erum við mæðgur að bjóða nýja árið velkomið. Góluðum svo mikið af flugeldaaðdáun að nágrannarnir hafa sennilega haldið að við værum hættar að taka lyfin okkar:Ritgerðaskil á föstudag. Engar einkunnir komnar í hús enn. Þakka bara fyrir að vera ekki að bíða eftir námslánum.
miðvikudagur, janúar 09, 2008
2008 sófar
Birt af Unnur kl. 10:48
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
10 ummæli:
DLEÐILEGT ÁR!!!!
heyrðu TOEFL er haldið hérna á svona 6 vikna fresti ... á laugardögum ... en það er alltaf gaman að fara til útlanda :)
vonandi gengur dansfélaginn upp ... sýnir honum bara marxíska tjáningardansinn og hann getur ekki sagt nei!
Í þessu eina tilviki vildi ég að ég væri karlmaður...þá gæti ég verið dansfélaginn þinn...gangi þér samt vel að leita.
Þú getur kannski gert eins og Bubbi...farið með þetta í sjónvarpið og þá áttu eftir að geta valið út ca 60% af íslenskum karlmönnum sem dansfélaga...hver vill ekki komast í sjónvarpið:P
Hildur: Er það haldið hérna ennþá? Ég veit það var alltaf en ég finn engin áform um að halda próf hér á næstunni...
Arna: Segðu, ég hef einmitt lengi óskað þess að þú værir karlmaður ;)
kíktu inn á fulbright.is en þar eru uppl. um toefl, verður næst haldið hér 18jan
Takk fyrir ábendinguna, kíkti einmitt á fulbright.is en þar er ekki að sjá að það eigi að halda nein próf eftir 18. jan. Hið undarlegasta mál.
ég tók toefl hjá þessum í desember
www.isoft.is
kv
valli
Takk fyrir það Valli!
Það var einhver frétt um það fyrir áramót að það ætti að hætta að halda þessi próf á Íslandi þannig að það gæti verið skýringin á upplýsingaskorti...
Ef þú ákveður að fara ekki 18.jan og ferð til London í staðinn þá býð ég mig fram sem ferðafélaga, mig vantar nefnilega sárlega afsökun til að fara til London... hef ekki farið í heila tvo mánuði !
Gleðilegt ár elskan mín!
Þekki ekkert inn á þetta skrýtna próf, en vildi bara koma því á framfæri hvað ég er ánægð með mömmu þína að heimta eins og eitt stykki mynd af sér, vegna vöntunar á henni í jólafærslunni! hahah
Ég meina Unnur, bannað að skilja útundan...! :)
Flottar saman!
Klúðraðist eitthvað hjá mér en það var ég Birta (nafnlaus) sem setti inn síðasta komment...hihi
Skrifa ummæli