sunnudagur, júlí 18, 2004

Held við séum alveg að misskilja tengsl dýranna við náttúruna. Málum þetta allt voða rómó, heiðarvötnin blá og svo framvegis og bölvum yfirtöku malbiksins en dýrin virðast alls ekki eins sammála og við höldum. Þeim virðist hvergi finnast eins kósý og heimilislegt að vera og einmitt á miðjum Vesturlandsveginum, þangað á maður að fara á sunnudagseftirmiðdögum til að skoða dýralífið. Tjaldur að vappa með ungana sína, kríur í leit að æti, gæsir og jafnvel álftir að hóta manni líkamsmeiðingum reyni maður að trufla þær í malbiksdýrkun sinni. Maður er í stórsvigi framhjá þessum greyjum alla daga því ekki vill maður klína á þau, geld líku líkt og þau hafa ekkert gert mér (þótt kríurnar hafi nú stundum gert sig líklegar, svo má nú ekki gleyma máfnum sem skeit í hárið á mér um árið... Kannski ég myndi reyndar bömpa hann létt ef ég sæi hann...). Sýnist samt allt stefna í að ég klíni útaf fyrr eða síðar til að forðast árekstur við fiðurféð og kann ekki við tilhugsunina. Er að spá í að fara bara að kaupa mér hjól.

Engin ummæli: