Ég er nú löngu komin heim frá Spáni en nennti einhvern veginn ekki að skrifa hingað fyrr. Það var frábært úti, gott veður og mikið að gera við afslöppun alla daga. Langar núna mest bara að flytja út. Hittum rosalega mikið af Íslendingum sem búa úti og þeir áttu flestir sameiginlegt (komst ég að í sundlaugapartíinu haldið einum níu ára til heiðurs) að vera með ör á líkamanum eftir stórar aðgerðir. Þarf greinilega mikið til að fólk átti sig á að það gefur manni ekkert að safna endalaust hlutum og vinna allan sólarhringinn heldur að vera með þeim sem manni þykir vænt um í manneskjuvænna umhverfi en hérna heima. Við Íslendingar erum brjáluð, öllsömul (ég meðtalin) vinnualkar með mikilmennskubrjálæði og allt snýst um að eiga sem mest. Predikun lokið.
Nú er ég auðvitað farin að vinna á fullu og það er bara voða gaman, mér finnst vinnan mín sniðug því ég hitti svo mikið af fólki. Þessa dagana finnst mér hún samt aðallega sniðug því handboltadúddarnir eru að æfa hjá okkur og það þarf bara ekki meira til að gleðja mig. Sorglegt en þannig er það, enda einhleyp með afbrigðum. Vei!
Þessa dagana verð ég að ákveða hvort ég ætla að vinna í vetur eða fara í frönskuna og stjórnmálafræðina í háskólanum í haust. Ákvarðanir, ákvarðanir. Á þriðjudaginn er ég svo að byrja í einkaþjálfun sjálf til að komast að því hvernig það er áður en ég fer að þjálfa aðra. Hlakka ekkert smá til en er samt að fara til kjarnakvendis sem gæti átt til að pína mig svolítið. Hef auðvitað ekkert nema gott af því, maður er alltof góður við sjálfan sig. Enda er maður ágætur... :)
Ég er að verða búin að vera ein heima í tvær vikur og stefnir í næstum tvær í viðbót, er að verða búið að takast að drepa allar plöntur í og við húsið, þrátt fyrir að veita þeim mikla athygli og vökvun. Ætli ég sé að kæfa þær með ástúð? Það er vandlifað... :p
sunnudagur, júlí 04, 2004
Birt af Unnur kl. 21:02
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli