miðvikudagur, ágúst 27, 2003

Fyrsti dagur minn sem verkfræðinema að kveldi kominn, og gekk svona líka stóráfallalaust. Allar líkur á því að stóráfallið bresti samt á á morgun þegar ég fer í fyrsta stærðfræðitímann minn... Átti reyndar von á því í allan dag að einhver myndi pikka í öxlina á mér og benda mér á að háskólinn væri því miður ekki fyrir börn, en það gerðist furðulegt nokk ekki. Sér í alvöru enginn að ég er of lítil til að vera í háskóla?!!

Engin ummæli: