föstudagur, nóvember 07, 2008

M.I.A.

Ég vil biðja þá sem enn kíkja við á blogginu mínu (hæ mamma!) afsökunar á bloggleysi upp á síðkastið. Það kemur ekki til af því að það hafi ekkert gerst í sumarfríinu sem var frásagnar virði, Bandaríkjaferðin var algjört ævintýri. Það er eiginlega frekar það, að það gerðist svo margt að mér fallast hendur þegar ég sest niður og ætla að skrifa ferðasögu. Eins og er að gerast núna. Hm.
Ég set inn myndir við tækifæri (les. seint og um síðir).

Eins og er er staðan svona:
-Ég var atvinnulaus í tvær vikur eftir að ég kom heim frá útlöndum, svo byrjaði ég að vinna í franska sendiráðinu.
-Ég hélt ég talaði frönsku þegar ég byrjaði í nýju vinnunni en annað kom á daginn. Bonnsjú.
-Kreppan hefur hingað til farið silkihönskum um mig.
-Ég á ný moonboots. Mmm.
-Ég á ananas sem er við það að skemmast. Það hefur aldrei gerst áður.
-Ég varð tuttogfemm um daginn og eldaði súpu handa ættartrénu. Fékk of mikið af fínum gjöfum og þjáist síðan af kreppusamviskubiti.
-Ooog þá er einbeitingin búin. Seinna!

3 ummæli:

Unknown sagði...

Það er komið blogg! Húrra!:-D

-Kv. Rakel spakel

Unknown sagði...

ó mæ god Unnur!!! getur verið að ég hafi gleymt afmælinu þínu?!?!?! ég man það ekki alveg :(.... glötuð gella á kafi í kreppu og barnauppeldi...oj!!!!! er ég drekinn??

Unknown sagði...

en ef ég gleymdi því, þá vildi ég allavega segja.... TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ELSKU UNNUR MÍN!!!