fimmtudagur, mars 06, 2008

Hálfuppraknaður vettlingur

Þetta blogg er nú að verða ferlega lélegt. Ó vell. Hér koma nokkrir punktar, rétt til að uppfylla tilkynningaskylduna:
- Ég er hætt í Landakotsskóla og farin að einbeita mér að því að klára skólann. Gat auðvitað ekki "bara" verið í skóla svo ég tók að mér aukavinnu í sokkabúð. Þar hefur einhvern veginn safnast á einn blett í Kringlunni allt indælasta fólkið í þjónustubransanum, svo ég uni glöð við mitt.
- Er loksins aksjúallí byrjuð að skrifa ritgerðina og hætt þessarri stjórnlausu heimildaöflun, í bili allavega. Vatnaskil.
- Gerðist ritari húsfélagsins og er þess miklu nær gröfinni fyrir vikið.
- Mun leggja land undir fót um páskana og halda til höfuðstaðar norðursins til að heimsækja karl föður minn og fylgjast með fitness-keppninni. Ég mun einnig gera mitt allra besta til að lenda ekki í að fara á skíði.
- Er að gera mitt besta til að fókusa bara á að klára skólann og leiða hjá mér þá staðreynd að ég veit ekkert hvað ég ætla að gera þegar honum lýkur, eftir *gasp* litla tvo mánuði. Verð búin í öllum prófum og allt 3. maí, svo gálgafresturinn styttist óðum. Sem betur fer bara í annan endann.

Bloggþolinmæðin er ekki meiri en sem þessu nemur í bili. Ég reyndi. Prik.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá, þessu hef ég beðið eftir - prik fyrir bloggið :)

Heyrðu vinan, ég er einmitt stödd í norðrinu núna en fer suður á föstudag, kem svo aftur norður þriðjudaginn eftir páska og fer svo aftur viku síðar. Er einhver von á að hitta þig þá? Heyrðu, fyrst þú segir, þá held ég að ég hafi einmitt séð hann karl föður þinn á sunnudaginn var, allaveganna mann sem líktist honum - svo sennilega var það hann. Nú gottogvel, gangi þér vel í öllu saman - en hey, það er komin önnur hátíð en lítið orðið úr hittingi, ég skal hafa mig í frammi um að hitta þig. Jæja, nú er þetta orðið álíka langt og sendibréf en ég ætlaði líka að spyrja þig hvort þú hefðir hugmynd um eitthvað af tveimur endurfundamótum, MS og Gaggó - er það á næstunni?
En ef ske kynni að ég rambi á þig fyrir norðan - þá hlakka ég til að bjóða þér ís í Brynju, nú svo er líka komin Keiluhöll hér, Kaffi Jónsson. Þetta er ljúft pleis.
(fyrir aðra en Unni sem lesa þetta sendibréf - þá vil ég fyrir hennar hönd árétta að ég er ekki svo undarleg og vera mætti láta af þessu bloggfærslukommenti, en ef ég er það þá er það því ég kynntist Unni á krúsíal mótunartíma unglingsáranna)
- Kv. Ingunn

Nafnlaus sagði...

Jeij!!! Já auðvitað færðu prik fyrir bloggið...en marga mínusa fyrir allt bloggleysið:)

Vonandi hafðir þú það gott fyrir norðan sæta! Hlakka til að hitta þig sem verður vonandi bráðum:)

Nafnlaus sagði...

Jeij!!! Já auðvitað færðu prik fyrir bloggið...en marga mínusa fyrir allt bloggleysið:)

Vonandi hafðir þú það gott fyrir norðan sæta! Hlakka til að hitta þig sem verður vonandi bráðum:)