þriðjudagur, janúar 22, 2008

Engrish

Ég hef loks komist til gruggugs botnsins í þessu TOEFL máli, eftir ótal símtöl, tölvupósta og skrifstofuheimsóknir. Meira hvað það er erfitt að toga svör uppúr þessu liði. En þar sem svo margir sem ég þekki virðast vera í sömu stöðu og ég þá fannst mér patent að láta ykkur vita að isoft.is ætlar að halda TOEFL próf á Íslandi í fyrirsjáanlegri framtíð (en eru ekkert sérstaklega dugleg að skipuleggja próf fram í tímann, fullyrða samt að þau verði í boði eitthvað áfram). Þau verða ekki með GRE próf.
Ég verð þá að finna mér aðra afsökun fyrir að fara til London. Einhverjar hugmyndir?

(Takk fyrir allar góðu ábendingarnar í kommentunum síðast allir! Lovlí!)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þín afsökun er sú að þú varst búin að lofa mömmu þinni að hún mætti koma með og þess vegna verður þú að fara...til að standa við orð þín þ.e.a.s.:)

Unnur sagði...

Mjög svo nothæf afsökun, hún fer efst á listann! :)

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ... hvenær ertu á leiðinni út þá? Knúúúúús!

- Ingunn Huld

Nafnlaus sagði...

...ég lít hérna við daglega...just for you to know:)

Nafnlaus sagði...

jæja kella...