sunnudagur, desember 18, 2005

Hvar er inngripið?

Djamma í miðjum prófum eins og kjáni... Af hverju stoppar mann enginn???
Nöldur 1: Karókí vélar eru hámark mannvonskunnar í mínum litla verndaða heimi eins og er, hvaða illmenni fann þetta eiginlega upp? Sitja undir svona gauli í þrjá, fjóra tíma, ekki skrýtið að maður verði svolítið kreisí í hausnum... Vona að það sé bara slúður að Bjössi hafi keypt tækið í þetta skiptið...
Nöldur 2: Það ætti að reka allt ofur-hresst starfsfólk fyrir jólin. Úberógeðishress lúgusjoppustarfsmaður var svo ekki það sem ég þurfti í morgun og ef ég hefði ekki þurft þetta kók til að lifa af hefði ég lokað glugganum og keyrt í burtu um leið og hann gólaði skælbrosandi "Góðan daaaginn!" og hristi smá glimmer úr jólasveinahúfunni sinni. En ég þraukaði, sem voru mistök, því hann tók kókið mitt í gíslingu á meðan hann sýndi mér næstum allt í sjoppunni til að vera viss um að ég vildi ööörugglega ekkert fleira, bauð mér samstarfsdreng sinn (líka úberógeðishress) á rekstrarleigu og klifraði á einhverjum tímapunkti hálfa leið í gegnum lúguna sína og inn í bílinn til mín. Hvolpasvipur og vesældarlegt "Má ég plííís fara núna..?" dugði ekki neitt gegn úberógeðishressleikanum. Ég veit að ég hef nokkrum sinnum verið sjálf þessi úberógeðishressi starfsmaður í gegnum tíðina og vil ég biðja þá sem lentu í mér afsökunar, og lofa að það mun aldrei gerast aftur. Hvar er Amnesty þegar maður verður fyrir svona mannréttindabrotum? Eru ekki einhverjar reglur um að lúgustarfsmenn megi ekki undir neinum kringumstæðum klifra útum lúguna sína? Eða reyna að selja líkama sinn í gegnum téða lúgu?

Engin ummæli: